Sími 441 6200

Forsidumynd 1

Forsíðumynd 2

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 4

Forsidumynd 5


leikskoli

Forsíðumynd 6


Fréttir og tilkynningar

Læsisstefna komin á heimasíðuna - 14.6.2018

Nú er læsisstefnan okkar komin á heimasíðuna. Á sama stað má einnig finna skýrslu um þróunarverkefni um læsi sem unnið var hér í leikskólanum. 

Eggjaleit Fögrubrekku - 23.3.2018Við héldum okkar árlegu eggjaleit í blíðskaparveðri í garðinum í dag. Stjórn foreldrafélagsins kom og faldi plastegg í garðinum og börnin fóru svo og fundu eitt egg hvert sem þau fengu svo skipt fyrir súkkulaðiegg. Að lokum fengum svo allir kleinur og heitt kakó. 

Blær í Krummahóp - 22.3.2018

Krummahópur byrjaði að vinna með bangsann Blæ síðasta haust. Þau voru svo heppin að fá hann heim um helgar. Börnin skiptust á að taka hann heim og var alltaf mikil eftirvænting á föstudögum hvert hann færi. Blær tók svo þátt i öllu sem þau gerðu í helgarfríinu. Börnin fóru með hann í tösku og  töskunni fylgdi bók sem mamma og pabbi hjálpuðu þeim að skrifa í hvað þau gerðu og einnig prentuðu þau  myndir og létu fylgja með. Þegar þau komu svo í leikskólann á mánudögum lásum við saman í bókinni og þau sýndu myndirnar og ræddu saman. Eftir áramót fékk svo hvert barn sinn „ Litla Blæ“ og  fórum við að vinna með spjöldin, sögurnar og nuddheftið. Börnin komu svo með kassa að heiman þar sem hver eitt ætla að búa til hús fyrir  Litla Blæ.


Myndir frá starfi Krumma með Blæ má sjá hér.
Maxímús Músíkús í heimsókn - 16.2.2018

Maxímús Músíkús kom í heimsókn í leikskólann í dag. Hallfríður Ólafsdóttir sem samdi bækurnar um Maxímús og lagið hans byrjaði á því að segja okkur sögu um músina litlu og sýna okkur nokkur hljóðfæri. Svo kom í ljós að Maxímús hafði laumað sér í vasann hjá henni og hann kíkti á okkur í Hreyfisalinn og kenndi okkur dansinn sinn áður en hann gaf börnunum bókamerki að gjöf. 


Dömudagur í Fögrubrekku - 11.2.2018Á föstudaginn héldum við upp á okkar árlega dömudag. Þá er mömmum og ömmum eða frænkum boðið að koma í smáréttahlaðborð í hádeginu í tilefni konudagsins. Við þurftum reyndar að flýta deginum um viku af óviðráðanlegum ástæðum en engin lét það á sig fá og þessi stund var mjög notaleg og skemmtileg. 

Fréttasafn


Atburðir framundan

Bleikur dagur 11.10.2018

Í dag er bleikur dagur. Þá mætum við í einhverju eða með eitthvað bleikt og vinnum með bleikan lit í leikskólanum. 

 

Skipulagsdagur 12.10.2018

Í dag er skipulagsdagur, þá er leikskólinn lokaður. 

 

Bangsadagur 26.10.2018

Í dag er alþjóðlegi bangsadagurinn. Þá má koma með bangsa í leikskólann. 

 

Foreldrakaffi 30.10.2018 8:00 - 9:00

Í dag er foreldrakaffi. Þá er foreldrum boðið að koma og þiggja brauð, kaffi, vatn og mjólk á milli 8 og 9. 

 

Búningadagur 31.10.2018

Í dag er búningadagur. Þá má mæta í búningum, furðufötum eða bara hvaða fötum sem er. 

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica