Sími 441 6200

Fréttir

Maxímús Músíkús í heimsókn - 16.2.2018

Maxímús Músíkús kom í heimsókn í leikskólann í dag. Hallfríður Ólafsdóttir sem samdi bækurnar um Maxímús og lagið hans byrjaði á því að segja okkur sögu um músina litlu og sýna okkur nokkur hljóðfæri. Svo kom í ljós að Maxímús hafði laumað sér í vasann hjá henni og hann kíkti á okkur í Hreyfisalinn og kenndi okkur dansinn sinn áður en hann gaf börnunum bókamerki að gjöf. 


Lesa meira

Dömudagur í Fögrubrekku - 11.2.2018Á föstudaginn héldum við upp á okkar árlega dömudag. Þá er mömmum og ömmum eða frænkum boðið að koma í smáréttahlaðborð í hádeginu í tilefni konudagsins. Við þurftum reyndar að flýta deginum um viku af óviðráðanlegum ástæðum en engin lét það á sig fá og þessi stund var mjög notaleg og skemmtileg.  Lesa meira

Gjaldskrá leikskóla 2018 - 22.12.2017

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjöldum leikskóla frá 1. janúar 2018 Lesa meira

Starfsáætlun Álfhólsskóla við leikskólann Fögrubrekku skólaárið 2017-2018 - 5.11.2017

Starfsáætlun Álfhólsskóla og Fögrubrekku sýnir hvernig samstarf elstu barna leikskólans er háttað við nemendur Álfhólsskóla og á aðeins við um elsta árgang leikskólans.

Lesa meira