Sími 441 6200

Námsmenn

Námsmenn

 Auglýsing vegna greiðslu dvalargjalda barna námsmanna
 
Leikskólanefnd Kópavogs hefur samþykkt nýjar reglur vegna innheimtu leikskólagjalda fyrir börn námsmanna.
Reglur um það hverjir njóti afsláttar eru þær sömu og áður, þ.e. námsmenn í fullu námi.
Afsláttur kemur til framkvæmda eftirá, í byrjun hverrar annar, eftir að skilað hefur verið vottorði um námsárangur í lok annar. Vottorði skal skilað á leikskólaskrifstofu eða til leikskólastjóra. Námsmaður þarf að ljúka með fullnægjandi árangri a.m.k. 75% af fullu námi til að afsláttur komi til.
Niðurgreiðsla kemur til framkvæmda næsta mánuð/mánuði eftir að vottorði um námsárangur er skilað og eru leikskólagjöld þá leiðrétt/felld niður í framhaldi. Skila þarf vottorði fyrir 20. mánaðardag eigi niðurgreiðsla að koma til framkvæmda næstu mánaðarmót.
Námsmenn greiða almennt gjald á sumarönn, 1.júní til 31. ágúst nema þeir stundi sumarnám, sem skal þá vottast á sama hátt.
 
Kópavogi í júlí 2005
Virðingarfyllst
Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica