Sími 441 6200

Dýrin

Vor

Allir krakkar á kreik
Allir krakkar á kreik.
Komum strax út í leik,
því að vorið og
sólskinið kallar.
Leikum fjörugt og létt,
eins og lömbin á sprett
Út um ljómandi
Grundirnar allar
Tra la la la ..............
 
Bráðum fæðast lítil lömb
(Lag: Fyrr var oft í koti kátt)

Bráðum fæðast lítil lömb
leika sér og hoppa
með lítinn munn og litla vömb
lambagrasið kroppa.
Við skulum koma og klappa þeim
kvölds og bjartar nætur
reka þau í húsin heim
hvít með gula fætur.

Fuglarnir sem flýðu í haust,
fara að koma bráðum.
syngja þeir með sætri raust,
sveifla bængjum báðum.
Við skulum hlæja og heilsa þeim,
hjartansglöð og fegin,
þegar þeir koma þreyttir heim
þúsund mílna veginn. 
                    
Jóhannes úr Kötlum.

Lóan er komin

Lóan er komin að kveða burt snjóinn
kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefur sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót..
Hún hefur sagt mér að vaka og vinna
vonglaður taka nú sumrinu mót.

Maístjarnan
Ó, hve létt er þitt skóhljóð
ó, hve lengi ég beið þín,
það er vorhret á glugga
napur vindur, sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.

Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef.

En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einingarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.
          
Halldór Laxness
 
Sá ég spóa
Sá ég spóa suður í flóa,
syngur lóa úti í móa,         
bí, bí, bí, bí.
Vorið er komið víst á ný
 
Smaladrengurinn
Út um græna grundu
gakktu, hjörðin mín,
yndi vorsins undu,
eg skal gæta þín.
Sól og vor ég syng um,
Snerti gleðistreng,
Leikið, lömb, í kringum
Lítinn smaladreng
 
Vertu til
Vertu til er vorið kallar á þig,
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskynið vill sjá þig,
sveifla haka og rækta nýjan skóg.
 
Vorið góða
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn;
Nú er allt sem orðið nýtt,
Ærnar, kýr og smalinn.
 
Kveður í runni kvakar í mó,
kvikur þrastarsöngur;
eins mig fýsir alltaf þó
Aftur að fara í göngur.

Vorljóð
Með vindinum þjóta skúraský,
drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.
Og droparnir hníga og detta´ ný,
drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.
 
Nú smáblómin vakna eftir vetrarblund,
drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.
Þau augun sín opna, er grænkar grund,
drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.
                        Margrét Jónsdóttir
 
Vorvindar glaðir
Vorvindar glaðir,
glettnir og hraðir,
geysast um lundinn rétt
eins og börn.
Lækirnir skoppa,
Hjala og hoppa,
Hvíld er þeim nóg
Í sæ eða tjörn.
Hjartað mitt litla
Hlustaðu á ;
Hóar nú smalinn
Brúninni frá.
Fossbúinn kveður,
Kætir og gleður,
Frjálst er í fjallasalÞetta vefsvæði byggir á Eplica