Sími 441 6200

Vor - Sumar

Sumar

Förum í göngutúr
Förum í göngutúr,
förum í göngutúr.
Tínum blómin,
Tínum blómin.
Hlustum á fuglana,
Horfum á sólina.
Hlaupum, hlaupum heim.
Hlaupum, hlaupum heim.

Með sól í hjarta
Með sól í hjarta
og söng á vörum ,
við setjumst niður í
grænni laut.
Í lagu kjarri við
Kveikjum eldinn,
Kakó hitum og
eldum graut.

Nú er sumar
Nú er sumar
gleðjist gumar,
gaman er í dag.
Brosir veröld víða.
veðurlagsins blíða
eykur yndis hag.

Látum spretta
spori létta
spræka fáka nú.
Eftir sitji engi,
örvar víf og drengi
sumarskemmtun sú.

Tíminn líður,
tíminn býður
sælan sólskinsdag.
Yndi er úti á grundum,
yndi heim þá skundum
seint um sólarlag.
Steingrímur Thorsteinsson

Signir sól

Signir sól sérhvern hól.
Sveitinn klæðist geislakjól.
Blómin blíð, björt og fríð
blikar fjallsins hlíð.
Nú er fagurt flest í dag.
Fuglar syngja gleðibrag.
Sumarljóð, sæl og rjóð,
Syngja börnin góð.

Sólargeislinn

Þú sólargeisli sem
gæist inn,
Og glaður skýst inn um
gluggan
minn.
Mig langar svo til að
líkjast þér.
Og ljósi varpa á hvern
sem er.

Sól úti, sól inni
Sól úti, sól inni,
sól í hjarta, sól í sinni.
Sól - bara sól!

Út um mela og móa
Út um mela og móa
Syngur mjúkrödduð lóa,
Og frá sporléttum spóa
Heyrist sprellfjörugt lag.

Viðlag:
A-a-a hollerahahía,
Hollera,ha,ha,hú,hú,
Hollerahahía, hollera,ha,ha,
Hollerahahía hó.

Út um strendur og stalla,
hlakkar stór veiðibjalla.
Heyrið ómana alla
Yfir flóa og fjörð.Þetta vefsvæði byggir á Eplica