Sími 441 6200

Sérkennsla

Sérkennsla

Markmið sérkennslunnar er að ýta undir sjálfstæði, vellíðan og alhliða þroska barns.

Áhersla er lögð á að vinna sem mest með börnunum í þeirra hóp, en einnig í smærri hópum. Rödd hvers barns á að fá að njóta sín og eiga þau að fá tækifæri til að koma sínum málum á framfæri, læra að taka tillit til og treysta og virða skoðanir annarra barna. Samskipti á grundvelli vináttu og virk þátttaka í eigin námi er forsenda fyrir því að barn læri. Áhersla er því lögð á að virkja mismunandi tjáningarform barna og að skapa aðstöðu til að barnið geti þroskast sem best á eigin forsendum.

Þegar grunur vaknar um að barn þarfnist sérkennslu fer ákveðið ferli í gang innan leikskólans.

Unnið er náið með foreldrum og sérkennslufulltrúum leikskólaskrifstofu en þar starfa sérfræðingar á helstu þroskasviðunum. Þurfi þroskamat, hreyfiþroskamat eða málþroskamat að fara fram koma sérfræðingarnir inn í leikskólann. Í framhaldi eru  haldnir skila- og samráðsfundir með foreldrum. Gerðar eru einstaklingsnámskrár fyrir öll börn sem þurfa á sérkennslu að halda. Áhersla er lögð á að draga fram styrkleika barnsins og eru markmið sett út frá getu barnsins og færni þess nýtt til að bæta upp færni á öðrum þroskasviðum.


Ýmsir tenglar

Tákn með tali

Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins

ADHD - samtökin

Umsjónarfélag einhverfra

Um sérkennslu í leikskólum Kópavogs

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica