Sími 441 6200

Fréttir

Hlaupadagur - 14.6.2019

Í dag var hlaupadagur í Fögrubrekku. Við merktum hlaupabraut í kringum leikskólann og starfsfólk tók að sér brautarvörslu á nokkrum stöðum á leiðinni. Börnin hlupu eins marga hringi og þau vildu og að sjálfsögðu var vatnsstöð á leiðinni þannig að hægt var að svala þorstanum til þess að geta hlaupið áfram. Að lokum fengu svo allir verðlaunapeninga sem börnin höfðu sjálf útbúið á listastöð í vikunni. 

 


 

Lesa meira

Sumarhátíð Fögrubrekku - 6.6.2019Á þriðjudaginn héldum við hina árlegu sumarhátíð Fögrubrekku. Að vanda var mikið um að vera. Boðið var upp á útileiki áður en gengið var skrúðganga í kringum leikskólann. Því næst sýndu elstu börnin útskriftarleikritið sitt og að því loknu var boðið upp á samlokur, ávaxtasafa og kakó sem hitað var á eldstæðinu okkar. 

Lesa meira

Sumarstarf - 5.6.2019

Nú er sumarstarfið að fara á fullt hér í Fögrubrekku. Að venju brjótum við starfið upp, færum það meira út í garð og jafnvel út fyrir leikskólalóðina. Hóparnir fara í vettvangsferðir hingað og þangað og einnig verður stór ferð hjá Rauðubrekku á Árbæjarsafn og Asako ætlar að sjá um hreyfistundir útivið. 

Við ætlum að bjóða upp á stöðvar í garðinum þrjá daga í viku, þriðjudag, miðvikudag og föstudag. Börnin fá þá að velja sér stöð áður en farið er út. Það verða þrjár fastar stöðvar, smíða, lista og vatns en einnig verður eldstæðið notað reglulega. Við ætlum líka að vera með útidótadag, hjóladag og hlaupadag en þeir verða auglýstir sérstaklega þegar nær dregur. 

Lesa meira

Skipulagsdagar - ferð til Glasgow - 7.5.2019

Í næstu viku eru tveir skipulagsdagar, nánar tiltekið á fimmtudag og föstudag. Við sóttum um og fengum góðfúslegt leyfi til þess að taka þessa tvo skipulagsdaga saman vegna námsferðar okkar til Glasgow. Þar ætlum við að sitja námskeið á vegum Leikur að læra auk þess sem við kynnum okkur leikskóla í borginni. 


Það er mikil tilhlökkun hjá starfsfólki hér í leikskólanum enda hefur undirbúningur fyrir þessa námsferð staðið lengi og síðustu námsferðir erlendis hafa gefið vel af sér fyrir námið og starfsandann hér í leikskólanum. 

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica