Sími 441 6200

Fréttir

Hlaupadagur

14.6.2019

Í dag var hlaupadagur í Fögrubrekku. Við merktum hlaupabraut í kringum leikskólann og starfsfólk tók að sér brautarvörslu á nokkrum stöðum á leiðinni. Börnin hlupu eins marga hringi og þau vildu og að sjálfsögðu var vatnsstöð á leiðinni þannig að hægt var að svala þorstanum til þess að geta hlaupið áfram. Að lokum fengu svo allir verðlaunapeninga sem börnin höfðu sjálf útbúið á listastöð í vikunni. 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica