Sími 441 6200

Fréttir

Gengið gegn einelti

6.11.2013

Ákveðið var á fundi bæjarráðs þann 20. júní síðastliðinn að gengið yrði gegn einelti í Kópavogi eineltisdaginn 8. nóvember. Við í Fögrubrekku munum taka þátt í þessu árveknisátaki með Álfhólsskóla og leikskólunum í hverfinu. Börn úr elstu bekkjum Álfhólsskóla skipta sér í hópa og koma á leikskólana og ganga með börnunum smá hring upp í íþróttahúsið í Digranesi. Við munum útbúa skilti sem börnin munu ganga með. í Digranesi verður svo haldin athöfn þar sem við syngjum og dönsum saman áður en gengið verður aftur til baka í leikskólana.

 

Markmið þessa átaks er skv. bókun bæjarráðs eftirfarandi:

 

 Hlaupi þessu er ætlað að vekja athygli á skaðsemi eineltis og hvetja foreldra, börn og unglinga til þessa að halda vöku sinni og hrekja þennan óvin á flótta.

 

Gert er ráð fyrir því að börnin úr Álfhólsskóla komi hingað rétt fyrir 10:00 á föstudaginn til þess að sækja okkur og því er mikilvægt að allir séu mættir tímanlega.Þetta vefsvæði byggir á Eplica