Sími 441 6200

Fréttir

Söngferð í Roðasali

16.12.2013

Eins og undanfarin ár fara elstu tveir hóparnir í heimsókn á dvalarheimili aldraðra í Roðasölum og syngja fyrir gamla fólkið. Ferðin er núna á miðvikudaginn og lagt verður af stað héðan af leikskólanum klukkan 9:30 og því mikilvægt að allir í Stjörnu- og Músahópum verði mættir tímanlega. Ef börnin eiga jólasveinahúfu þá væri mjög gott ef þau kæmu með slíka.

 

Lögin sem þau ætla að syngja eru Adam átti syni sjö, Jólasveinar ganga um gólf, Jólasveinar einn og átta, Í skóginum stóð kofi einn, Ég sá mömmu kyssa jólasvein og Bráðum koma blessuð jólin.Þetta vefsvæði byggir á Eplica