Sími 441 6200

Fréttir

Skólaárið framundan

14.8.2014

Nú er fyrstu vikunni eftir sumarfrí að ljúka og því ekki úr vegi að fara aðeins yfir þær breytingar sem eru framundan. Fílahópur færist yfir á Rauðubrekku nú í lok vikunnar. Fílarnir verða með hólf uppi á Rauðubrekku en Fuglahópur færir sig á neðri hæðina. Hefðin hefur verið sú að elstu hópar á hverri deild séu með hólfin niðri en vegna þess hve Músahópur er fjölmennur kemur best út að hann verði áfram með hólf á efri hæðinni. Bangsahópur færir sig niður á neðri hæðina sem elsti hópur á Gulubrekku. 

Þórdís og Kristín María hætta báðar nú í lok vikunnar. Við þökkum þeim fyrir samstarfið og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni. Þær eru báðar að hefja háskólanám, Þórdís í hjúkrunarfræði og Kristín í íþróttafræði en hún stefnir á að verða íþróttakennari. Í stað þeirra koma þær Sanja og Oddný í byrjun september. Oddný hefur unnið áður hér á leikskólanum en hún er dóttir hennar Beggu. Karítas kemur svo inn um áramótin.

Það verða smá hrókeringar hjá starfsmönnum í hópunum en þeir munu verða svona: Í Músahóp verða Sigga, Valborg og Erla Jóna, Egill og Gréta Jóna verða áfram með Fuglahóp og í Fílahóp verða Sigga Hrönn, Unnur og Hrefna. Auður og Vigdís verða áfram með Bangsahóp og Karítas bætist við um áramótin. Í Kisuhóp verða Anna, Auður Elfa og Oddný sem leysir Tönju af sem fer í barneignarleyfi. Erla, Begga og Sanja taka svo við yngstu börnunum í nýjum hóp sem hefur ekki fengið nafn ennþá. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica