Sími 441 6200

Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2015

Í dag höldum við upp á Dag íslenskrar tungu. Við höfum sungið lög eins og Á íslensku má alltaf finna svar og Buxur, vesti, brók og skó og lesum bækur á íslensku. Við fengum líka heimsókn frá börnum úr Álfhólsskóla sem lásu bækur fyrir leikskólabörnin. Þetta hefur verið gert undanfarin ár á þessum degi við góðar undirtektir og var engin undantekning á því í ár. Börnin úr Álfhólsskóla komu hingað í síðustu viku og völdu sér bækur og stóðu sig mjög vel í dag. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica