Sími 441 6200

Fréttir

Bangsaspítali

27.10.2016

Í dag er alþjóðlegi bangsadagurinn og af því tilefni komu börnin í leikskólanum með bangsa með sér í leikskólann. Við vorum reyndar líka í náttfötum til að hafa það ennþá meira notalegt. Hann Jói, fyrrverandi starfsmaður hjá okkur, mætti í heimsókn með tveimur vinum sínum úr læknanáminu við HÍ og þau settu upp smá bangsaspítala og veittu böngsum barnanna ýmsa aðhlynningu. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica