Sími 441 6200

Fréttir

Fagrabrekka 40 ára!

23.12.2016Í gær voru 40 ár síðan leikskólinn Fagrabrekka tók til starfa. Við héldum upp á það og blésum til glæsilegrar afmælisveislu. Vel var mætt í veisluna og gestir hlýddu á börn úr leikskólanum sem sungu og skólahljómsveitina og bæjarstjóri Kópavogs mætti og afhenti leikskólanum gjöf, flokkunarvagn undir liti, pappír og önnur efni í skapandi starf. Formaður foreldrafélagsins afhenti einnig fyrir hönd foreldra glæsilegt hljóðkerfi sem mun nýtast leikskólanum vel. Að lokum skoðuðu gestir leikskólann og gæddu sér á ljúffengum veitingum. 

  


Þetta vefsvæði byggir á Eplica