Sími 441 6200

Fréttir

Skipulagsdagar - ferð til Glasgow

7.5.2019

Í næstu viku eru tveir skipulagsdagar, nánar tiltekið á fimmtudag og föstudag. Við sóttum um og fengum góðfúslegt leyfi til þess að taka þessa tvo skipulagsdaga saman vegna námsferðar okkar til Glasgow. Þar ætlum við að sitja námskeið á vegum Leikur að læra auk þess sem við kynnum okkur leikskóla í borginni.


Það er mikil tilhlökkun hjá starfsfólki hér í leikskólanum enda hefur undirbúningur fyrir þessa námsferð staðið lengi og síðustu námsferðir erlendis hafa gefið vel af sér fyrir námið og starfsandann hér í leikskólanum. Þetta vefsvæði byggir á Eplica