Sími 441 6200

Fréttir

Sumarstarf

5.6.2019

Nú er sumarstarfið að fara á fullt hér í Fögrubrekku. Að venju brjótum við starfið upp, færum það meira út í garð og jafnvel út fyrir leikskólalóðina. Hóparnir fara í vettvangsferðir hingað og þangað og einnig verður stór ferð hjá Rauðubrekku á Árbæjarsafn og Asako ætlar að sjá um hreyfistundir útivið.

Við ætlum að bjóða upp á stöðvar í garðinum þrjá daga í viku, þriðjudag, miðvikudag og föstudag. Börnin fá þá að velja sér stöð áður en farið er út. Það verða þrjár fastar stöðvar, smíða, lista og vatns en einnig verður eldstæðið notað reglulega. Við ætlum líka að vera með útidótadag, hjóladag og hlaupadag en þeir verða auglýstir sérstaklega þegar nær dregur. Þetta vefsvæði byggir á Eplica