Sími 441 6200

Fréttir

Útskriftarferð í Vatnaskóg

7.5.2019

Í gær fóru börnin í Strumpahóp í útskrifarferð í Vatnaskóg. Elstu börnin í Fögrubrekku fara þangað á hverju ári. Þar er vel tekið á móti börnunum og fara þau í gönguferðir og leiki í skóginum, leika í íþróttahúsinu og þegar veðrið er skaplegt eins og í gær er farið í bátsferð út á vatnið. Börnin fá einnig að njóta matseldarinnar í matsalnum í Vatnaskógi þar sem boðið er upp á pizzur í hádeginu og kökur í síðdegishressingunni.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica