Bollur, saltkjöt og Öskudagurinn

Við byrjuðum vikuna á bolludegi, öll börn gerðu bolluvönd í tilefni dagsins og fóru með heim til að bolla foreldra sína. Við fengum fiskibollur í hádeginu og rjómabollur í síðdegishressingunni.

Sprengidagur tók svo við en þá reyndum við að borða á okkur gat þar sem við fengum saltkjöt og baunir í hádeginu.

Á öskudaginn mættu svo alls kyns furðuverur í leikskólann. Við gerðum okkur dagamun og hittumst öll í salnum þar sem við vorum með diskó, slóum köttinn úr tunnunni og fengum pylsur í hádeginu.
Fréttamynd - Bollur, saltkjöt og Öskudagurinn

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn