Fréttir af skólastarfi.

Blær kominn til baka

Nú er Blær kominn til okkar úr sumarfríi. Hann fór í heilmikið ferðalag í sumar, fór alla leið út á Melrakkasléttu. Á leiðinni til baka kom hann við í Ásbyrgi, gisti í Fnjóskadal og kom að sjálfsögðu við í Jólagarðinum í Eyjafirði. Hann sagði börnunum frá þessu ferðalagi og sýndi þeim myndir. Nú þegar Blær er kominn aftur hefjast samverustundir með Blæ og Vináttuverkefninu frá Barnaheillum.

Sumarleyfi leikskólans 2019

Leikskólinn lokar kl. 13:00 miðvikudaginn 10. júlí Leikskólinn opnar kl. 13:00 fimmtudaginn 8. ágúst