Dömudagur 2021

Dömudagurinn var haldinn þrátt fyrir að geta ekki boðið mæðrum né ömmum til okkar í hádeginu líkt og hefð er fyrir. Dagurinn var því heldur rólegri en dömudagarnir árin á undan og hlökkum við til næsta árs þegar vonandi verður hægt að hafa daginn með þeim hætti sem hann á að vera. Maturinn í hádeginu var gómsætur að vanda þar sem við fengum kjötbollur, pastasalat og kjúklingaleggi og flest allir tóku vel til matar síns.