Herradagur og Dömudagur

Síðasta föstudag héldum við Herradag hér í leikskólanum í tilefni Þorra. Pabbar og afar mættu og snæddu þorramat í hádeginu. Föstudaginn 21 febrúar verður svo Dömudagurinn í tilefni Góu. Þá er mömmum og ömmum eða frænkum boðið í smáréttahlaðborð í hádeginu. Borðhald hefst klukkan 11 á Gulubrekku og 12 á Rauðubrekku.