Blær kominn til baka

Nú er Blær kominn til okkar úr sumarfríi. Hann fór í heilmikið ferðalag í sumar, fór alla leið út á Melrakkasléttu. Á leiðinni til baka kom hann við í Ásbyrgi, gisti í Fnjóskadal og kom að sjálfsögðu við í Jólagarðinum í Eyjafirði. Hann sagði börnunum frá þessu ferðalagi og sýndi þeim myndir. Nú þegar Blær er kominn aftur hefjast samverustundir með Blæ og Vináttuverkefninu frá Barnaheillum.