Nýtt skólaár og aðlögun

Nú eru allir kennarar mættir til starfa eftir sumarleyfi sem og flest börn komin aftur. Ekki er annað að sjá nema að börn og kennarar eru glöð að hitta hvort annað eftir gott sumarfrí og tilbúin að takast á við nýtt skólaár.

Aðlögun er hafin og fer vel af stað þrátt fyrir breytt skipulag. Við bjóðum börn og foreldra þeirra hjartanlega velkomin í hópinn og hlökkum til komandi ára með þeim.