Bóndadagurinn

Við blótum þorrann
Herradagurinn okkar var heldur rólegri en vanalega þar sem ekki var hægt að bjóða feðrum og öfum að koma til okkar á þorrablót vegna Covid. Maturinn var þó ekkert síðri þó dagurinn hafi verið með öðrum hætti en undanfarin ár. Við gæddum okkur á hangikjöti, sviðasultu, harðfisk og þeir huguðu smökkuðu hákarlinn.