Leikskólinn tekur þátt í vináttuverkefni Barnaheill. Vináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla.

Mikil ánægja er með verkefnið þar sem það er notað og rannsóknir í Danmörku leiða í ljós mjög góðan árangur af notkun þess.

Vinátta eða  Fri for mobberi  byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra.