Markmið leikskólans eru:
- Að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
- Að sýna gleði og frumkvæði
Leikskólinn Fagrabrekka starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia
Í Fögrubrekku reynum við að láta börnin fylgja sínum hóp, bæði börnum og kennurum, í gegnum skólagönguna. Það stuðlar að því að börnin mynda sterk tengsl bæði við leikfélaga sína og kennara. Einnig hjálpar þetta við að byggja upp gott samband á milli leikskóla og foreldra, þar sem við kynnumst vel á þeim árum sem börnin eru í leikskólanum.
Við byrjum alla daga í útiveru. Börnin koma í leikskólann klædd miðað við veður og leika sér úti áður en farið er inn í ávaxtastund. Þegar samkomutakmarkanir vegna Covid 19 voru sem harðastar tókum við á móti börnum úti, og vorum líka úti þegar þau voru sótt, þar sem foreldrar máttu ekki koma inn á skólalóðina. Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu góð áhrif það hafði á börnin og starfið í leikskólanum að byrja dagana í útiveru og ákváðum við því að halda þessu áfram. Börnin koma hress og vel vakandi inn í ávaxtastund og hafa svo orku og athygli í verkefni dagsins. Það sama má auðvitað segja um kennarana!
Hér til hægri má finna ýmsan fróðleik um leikskólann Fögrubrekku, t.d. um áherslur okkar á tónlist og hreyfingu, Vináttuverkefni Barnaheilla og námskrár, starfsáætlun og aðrar stefnur og áætlanir sem unnið er eftir auk leikskóladagatals.