Leikskólinn hefur gefið út bókina „Börn geta meira en við höldum“: Uppeldisfræðilegar skráningar - hvernig læra leikskólabörn. Höfundar eru Anna Friðriksdóttir, Edda Valsdóttir og Ingibjörg Erla Björnsdóttir. Þegar fjögurra ára börn eignast marga litla efnisbúta, kvikna margar litríkar hugmyndir. Þannig hófst verkefnið sem bókin fjallar um. Úr varð þemaverkefni sem náði yfir heilan vetur, verkefni þar sem börnin saumuðu kjól og teppi.

Bókin er vel úr garði gerð og lýsir hvernig hægt er að nálgast nám barna með uppeldisfræðilegum skráningum og hvernig leikskólakennarar geta nýtt þær til að þróa starfshætti sína.

Bókin kostar kr. 5,000,- fyrir stofnanir og fyrirtæki en kr. 2,500,- fyrir einstaklinga og er hægt að nálgast hana í leikskólanum Fögrubrekku, Fögrubrekku 26, 200 Kópavogi eða senda okkur póst til baka á netfangið og/eða leita upplýsinga í síma 441 6200. Hvað leið sem valin er þá er hægt að panta bókina og fá hana senda þér að kostnaðarlausu.

Leikskólinn fékk þróunarstyrk frá KÍ og menntamálaráðuneyti árið 2005 til að unnt væri að gefa út bókina.