Elstu börnin fara í útskriftaferð í Vatnaskóg að vori, yfirleitt í byrjun maí. Þar eyða þau heilum degi við leik og fá heitan mat í hádegi. Íþróttahúsið á staðnum er notað og einnig er alla jafna boðið upp á bátsferðir út á vatnið.

Börnin setja einnig upp leikrit sem sýnt er á sérstaktri útskriftarhátíð sem foreldrum er boðið á um miðjan maí. Börnin vinna að leikritinu allan seinasta veturinn. Þau velja verkið, vinna að handriti, hanna leikmynd og búninga, leika, syngja og dansa. Leikritið er einnig sýnt á sumarhátíð leikskólans, fyrir önnur börn í leikskólanum auk þess sem börnum af öðrum leikskólum í hverfinu er boðið á sýningu.